
Demantur á Demantaströndinni við Jökulsárlón.
UPPLAG OG UNDIRSKRIFT
Myndin er prentuð í einungis 25 eintökum +2AP.
Prentað er þegar pöntun liggur fyrir og hver og ein mynd númeruð og undirrituð af höfundi. Einnig fylgir texti um söguna bakvið myndina frá höfundi.
INNRÖMMUN EÐA KARTON
Hægt er að velja í pöntun um að fá myndina afhenta í vönduðu kartoni eða innrammaða í álramma með glampalausu gleri.
GLAMPALAUST GLER
Við notum eingöngu glampalaust gler í alla innrömmun. Það er ögn dýrara en gæðamunurinn er mikill. Það er ekki aftur snúið þegar búið er að kynnast glampalausu gleri.
STÆRÐIR
- Myndin er í vönduðu kartoni en án ramma.
- 30 x 30 cm mynd passar í ramma sem er 40 x 40 cm.
- Ef óskað er eftir öðrum stærðum er sjálfsagt að hafa samband.
PAPPÍR OG PRENTUN
- Við notum einungis hágæða hráefni og vöndum allan frágang.
- Myndin er uppsett í hágæða 2,8 mm þykku sýrufríu kartoni sem passar í ramma sem er 10 cm stærri en myndin á hverja hlið. Alvöru karton.
- Prentað er á Canon ProGraf PRO-1000 prentara og einungis notað orginal Archival Blek fyrir hámarks gæði og endingu.
- Við prentum helst á 285 g hágæða Fine Art Portrait Rag eða 310 g Museum Heritage Fine Art pappír.
- Pappírinn er sýrufrír sem tryggir hámarks-endingu til áratuga.
AFHENDINGARTÍMI
Að jafnaði er afhendingartími fjórir virkir dagar.