
Þetta var þriðji dagurinn okkar í felutjaldi. Það var búið að rigna svolítið inn um gluggana á felutjaldinu. Annar unginn í hreiðrinu var búinn að vera að nöldra svolítið sem oft er merki um að hann sé að verða svangur.
Það var lítill fyrirvari á lendingunni. Ungarnir virtust ekki sjá þann fullorðna fyrr en hann var um það bil að lenda. Það er lítið gagn í þröngum gluggunum á felutjaldinu, sjónsviðið er lítið. Hann lenti með grásleppu í klónum á milli okkar og ungana.
Þetta var ein fyrsta myndin sem ég náði af haferni lenda með bráð. Mögulega sú besta þrátt fyrir að liðin séu mörg ár.
Eftir á að hyggja segir myndin svo margt. Nafnið haförn er engin tilviljun. Við höfum séð það eftir mörg ár í felutjaldi að fylgjast með þeim að helsta fæðan er fiskmeti.
Vísindamenn finna lítil ummerki um þetta fæðuval hafarnarins þegar fæðuleifar eru skoðaðar í hreiðrum. Við sjáum þetta hinsvegar með því að fylgjast með ungunum gleypa fiskinn í heilu lagi eftir að sá fullorðni er búinn að roðfletta hann fyrir þá.
UPPLAG OG UNDIRSKRIFT
Myndin er prentuð í einungis 25 eintökum +3AP. Allar stærðir meðtaldar.
Prentað er þegar pöntun liggur fyrir og hver og ein mynd númeruð og undirrituð af höfundi. Einnig fylgir texti um söguna bakvið myndina frá höfundi.
STÆRÐIR
80 X 120 cm strigaprent.
INNRÖMMUN
- Myndin er afhent í 4 sm þykkum blindramma. Blindramminn er því mjög sterkur og vandaður. Þykktin lætur myndina standa frá veggnum.
- Ef þess er óskað er hægt að panta sérstaklega flotramma utan um blindrammann í hvítu, svörtu eða viðarlituðu.
PRENTUN OG HRÁEFNI
- Við notum einungis hágæða hráefni og vöndum allan frágang.
- Myndin er prentuð á besta fáanlega hráefni fyrir striga og lökkuð með Hahnemuhle lakki sem tryggir hámarks endingu.
- Prentað er á hágæða prentara og einungis notað orginal Archival Blek fyrir hámarks gæði og endingu.
AFHENDINGARTÍMI
Að jafnaði er afhendingartími fjórir til 8 virkir dagar frá pöntun.
SENDINGARKOSTNAÐUR
Sendingarkostnaður ræðst af stærð og þyngd og kemur fram í körfunni þegar gengið er frá pöntun.