Fálki

Fálki

Price
29.000 kr
Sale price
29.000 kr
Price
Sold out
Unit price
per 

Akandi á leiðinni heim úr sjötugsafmæli blasti þessi fálki við fyrir ofan Hrafnagil í Eyjafirði. Hann sat ofan á gæsinni á lítilli sandeyri sem myndast hafði í ánni. Nú var úr vöndu að ráða. Engin aðdráttarlinsa var með í för og það tæki um hálftíma að sækja hana.

Vitandi að fálkinn gæti tekið sér góðan tíma til að snæða gæsina úti í miðri ánni var látið á það reyna að sækja linsuna. Hálftíma síðar sat hann ennþá að snæðingi og var öll eyrin alsett fiðri.

Þrátt fyrir að grágæsin sé um tvölfalt þyngri eiga fálkar auðvelt með að veiða þær sér til matar. Svo mikið er víst að þessi fálki fór saddur frá borði.

Eftir að hafa fylgst með fálkanum í um 20 mínútur rölti hann ofan af gæsinni og inn á eyrina þar sem hann byrjaði að snyrta sig. Þegar haldið var heim á leið sat fálkinn enn skammt frá gæsinni og virtist ekki ætla að flýta sér á brott.

Í mínum huga endurspeglar þessi mynd áræðni og þrautseigju fálka.


UPPLAG OG UNDIRSKRIFT

Myndin er prentuð í einungis 35 eintökum +2AP. Allar stærðir meðtaldar.

Prentað er þegar pöntun liggur fyrir og hver og ein mynd númeruð og undirrituð af höfundi.

INNRÖMMUN EÐA KARTON

Hægt er að velja í pöntun um að fá myndina afhenta í vönduðu kartoni eða innrammaða í álramma með glampalausu gleri.

GLAMPALAUST GLER

Við notum eingöngu glampalaust gler í alla innrömmun. Það er ögn dýrara en gæðamunurinn er mikill. Það er ekki aftur snúið þegar búið er að kynnast glampalausu gleri.

STÆRÐIR

  • 30 x 30 cm ljósmynd í vönduðu 40 x 40 kartoni.
  • Passar í 40 x 40 ramma.
  • Ef óskað er eftir öðrum stærðum er sjálfsagt að hafa samband.

PAPPÍR OG PRENTUN

  • Við notum einungis hágæða hráefni og vöndum allan frágang.
  • Ljósmyndin er uppsett í hágæða 2,8 mm þykku sýrufríu kartoni sem passar í ramma sem er 10 cm stærri en myndin á hverja hlið. Alvöru karton.
  • Prentað er á Canon ProGraf PRO-1000 prentara og einungis notað orginal Archival Blek fyrir hámarks gæði og endingu.
  • Við prentum helst á 285 g hágæða Fine Art Portrait Rag eða 310 g Museum Heritage Fine Art pappír.
  • Pappírinn er sýrufrír sem lengir líftímann án þess að hann gulni.

AFHENDINGARTÍMI

Að jafnaði er afhendingartími fjórir til átta virkir dagar.