Móðurást

Móðurást

Price
29.000 kr
Sale price
29.000 kr
Price
Sold out
Unit price
per 

Hún svaf í sprungu beint fyrir ofan grenið þegar við nálguðumst. Frá sprungunni var góð yfirsýn yfir umhverfið. Hún leit til okkar með lötu augnaráði. Við komum okkur fyrir í skjóli við klett þar sem við sáum hana sofandi og fyrir neðan voru yrðlingarnir vappandi um án þess að vita af móður sinni fyrir ofan.

Hún svaf værum svefni með annað augað af og til á okkur í dágóða stund. Sól og hlý gola gerði biðina bærilega. Hægt og rólega gekk hún allt í einu upp úr sprungunni og niður í átt að greninu. Skyndilega sér einn yrðlingurinn hana, hleypur af stað og fimm aðrir á eftir - beint á spenann.

Hún horfði beint í linsuna þegar yrðlingarnir röðuðu sér á spenana. Var hún að treysta okkur - eða var hún í neyð að sinna móðurástinni?

UPPLAG OG UNDIRSKRIFT

Myndin er prentuð í einungis 35 eintökum +2AP.

Prentað er þegar pöntun liggur fyrir og hver og ein mynd númeruð og undirrituð af höfundi. Einnig fylgir texti um söguna bakvið myndina frá höfundi.

INNRÖMMUN EÐA KARTON

Hægt er að velja í pöntun um að fá myndina afhenta í vönduðu kartoni eða innrammaða í álramma með glampalausu gleri.

GLAMPALAUST GLER

Við notum eingöngu glampalaust gler í alla innrömmun. Það er ögn dýrara en gæðamunurinn er mikill. Það er ekki aftur snúið þegar búið er að kynnast glampalausu gleri.

STÆRÐIR

  • Myndin er í vönduðu kartoni en án ramma.
  • 30 x 30 cm mynd passar í ramma sem er 40 x 40 cm.
  • Ef óskað er eftir öðrum stærðum er sjálfsagt að hafa samband.

PAPPÍR OG PRENTUN

  • Við notum einungis hágæða hráefni og vöndum allan frágang.
  • Myndin er uppsett í hágæða 2,8 mm þykku sýrufríu kartoni sem passar í ramma sem er 10 cm stærri en myndin á hverja hlið. Alvöru karton.
  • Prentað er á Canon ProGraf PRO-1000 prentara og einungis notað orginal Archival Blek fyrir hámarks gæði og endingu.
  • Við prentum helst á 285 g hágæða Fine Art Portrait Rag eða 310 g Museum Heritage Fine Art pappír.
  • Pappírinn er sýrufrír sem tryggir hámarks-endingu til áratuga.

AFHENDINGARTÍMI

Að jafnaði er afhendingartími fjórir virkir dagar.