Haförn

Haförn

Verð
29.000 kr
Útsöluverð
29.000 kr
Verð
Uppselt
Einingarverð
translation missing: is.general.accessibility.unit_price_separator 

Þessi mynd er mjög minnisstæð. Eftir langa bið í felutjaldi lenti þessi kerling í hreiðrinu með fýlsunga og mataði ungana tvo. Að því loknu settist hún á klettabrúnina á jaðri hreiðurklettsins og fljótlega sofnuðu ungarnir. Þetta var eitt fyrsta tækifærið til að mynda haförn þannig að hann sæist allur á stuttu færi án þess að í milli bæri kletta eða gras.

Lognið var algert og því einstaklega hljóðbært. Minnsta hreyfing heyrðist í æpandi þögninni. Við þorðum varla að anda. Hvert einasta þrusk heyrðist. Það var því nokkur léttir eftir um þrjá klukkutíma þegar hún horfði um stund til himins, sveif af stað og hringsólaði upp í himininn þar til hún hvarf.

Nú loksins myndi hún ekki heyra í okkur þegar við teygðum okkur í kaffibrúsann.

Í nokkur ár hefur hún orpið í sama hreiðurstæðið og oftast komið upp tveimur ungum með sama karlinum.

UPPLAG OG UNDIRSKRIFT

Myndin er prentuð í einungis 35 eintökum +2AP.

Prentað er þegar pöntun liggur fyrir og hver og ein mynd númeruð og undirrituð af höfundi. Einnig fylgir texti um söguna bakvið myndina frá höfundi.

INNRÖMMUN EÐA KARTON

Hægt er að velja í pöntun um að fá myndina afhenta í vönduðu kartoni eða innrammaða í álramma með glampalausu gleri.

GLAMPALAUST GLER

Við notum eingöngu glampalaust gler í alla innrömmun. Það er ögn dýrara en gæðamunurinn er mikill. Það er ekki aftur snúið þegar búið er að kynnast glampalausu gleri.

STÆRÐIR

  • Myndin er í vönduðu kartoni en án ramma.
  • 30 x 30 cm mynd passar í ramma sem er 40 x 40 cm.
  • Ef óskað er eftir öðrum stærðum er sjálfsagt að hafa samband.

PAPPÍR OG PRENTUN

  • Við notum einungis hágæða hráefni og vöndum allan frágang.
  • Myndin er uppsett í hágæða 2,8 mm þykku sýrufríu kartoni sem passar í ramma sem er 10 cm stærri en myndin á hverja hlið. Alvöru karton.
  • Prentað er á Canon ProGraf PRO-1000 prentara og einungis notað orginal Archival Blek fyrir hámarks gæði og endingu.
  • Við prentum helst á 285 g hágæða Fine Art Portrait Rag eða 310 g Museum Heritage Fine Art pappír.
  • Pappírinn er sýrufrír sem tryggir hámarks-endingu til áratuga.

AFHENDINGARTÍMI

Að jafnaði er afhendingartími fjórir virkir dagar.