Hreiður

Hreiður

Verð
29.000 kr
Útsöluverð
29.000 kr
Verð
Uppselt
Einingarverð
translation missing: is.general.accessibility.unit_price_separator 

Eftir þrjá daga í felutjaldi var uppskeran í myndum lítil. Ungarnir voru sofandi þegar við fórum í felutjaldið snemma um morguninn en enginn fullorðinn sjáanlegur. Klukkan níu um morguninn gerist það að karlinn kemur inn til lendingar með stálpaðan en einfættan rauðhöfðaunga í klónum. Annar arnarunginn át megnið af rauðhöfðaunganum á meðan hinn horfði á - ekki sáttur.

Hálftíma síðar kom karlinn aftur inn til lendingar og þá með að því er virtist hluta af fæti í gogginum. Líklega afgangurinn af rauðhöfðaunganum. Í lendingunni sveif hann eitt augnablik yfir ungunum tveimur og vængfjaðrirnar mynduðu fallegt þak yfir þessa ógleymanlegu senu.

UPPLAG OG UNDIRSKRIFT

Myndin er prentuð í einungis 35 eintökum +2AP. Allar stærðir meðtaldar.

Prentað er þegar pöntun liggur fyrir og hver og ein mynd númeruð og undirrituð af höfundi.

INNRÖMMUN EÐA KARTON

Hægt er að velja í pöntun um að fá myndina afhenta í vönduðu kartoni eða innrammaða í álramma með glampalausu gleri.

GLAMPALAUST GLER

Við notum eingöngu glampalaust gler í alla innrömmun. Það er ögn dýrara en gæðamunurinn er mikill. Það er ekki aftur snúið þegar búið er að kynnast glampalausu gleri.

STÆRÐIR

  • 30 x 30 cm ljósmynd í vönduðu 40 x 40 kartoni.
  • Passar í 40 x 40 ramma.
  • Ef óskað er eftir öðrum stærðum er sjálfsagt að hafa samband.

PAPPÍR OG PRENTUN

  • Við notum einungis hágæða hráefni og vöndum allan frágang.
  • Ljósmyndin er uppsett í hágæða 2,8 mm þykku sýrufríu kartoni sem passar í ramma sem er 10 cm stærri en myndin á hverja hlið. Alvöru karton.
  • Prentað er á Canon ProGraf PRO-1000 prentara og einungis notað orginal Archival Blek fyrir hámarks gæði og endingu.
  • Við prentum helst á 285 g hágæða Fine Art Portrait Rag eða 310 g Museum Heritage Fine Art pappír.
  • Pappírinn er sýrufrír sem lengir líftímann án þess að hann gulni.

AFHENDINGARTÍMI

Að jafnaði er afhendingartími fjórir til átta virkir dagar.