
Árið er 2011. Þetta augnablik gleymist aldrei. Við vorum á degi þrjú í felutjaldi og lítil uppskera í myndum. Tjaldið er lítið, ekki nema 142 cm þar sem það er hæst í toppinn og þegar þarna er komið er setan í tjaldinu orðin 11 tímar. Setið var á lélegum útilegukollum.
Verkir í baki og rassi gerðu það að verkum að Einar var að reyna að rétta úr sér eins og hægt var í þessu litla tjaldi. Ég var á vaktinni. Þögnin var alger. Þúfutittlingur söng í fjarska og ómaði eins og í tónleikasal.
Allt í einu sé ég haförn á fleygiferð koma inn og hvísla - „Hann er að koma!“
Þessi risastóri haförn var að færa ungunum sínum agnarsmáann andarunga sem hann var með í gogginum. Þvílíkur stærðarmunur.
Eftir 16 klukkutíma setu opnuðum við tjaldið og réttum úr okkur. Við vorum sátt.
STÆRÐIR
40 X 40 cm strigaprent
50 X 50 cm strigaprent
UPPLAG OG UNDIRSKRIFT
Myndin er prentuð í einungis 25 eintökum í einn á móti einum 30-40-50 hvort sem á ljósmyndapappír eða striga +2AP og í 25 eintökum í 20 x 20 cm
Prentað er þegar pöntun liggur fyrir og hver og ein mynd númeruð og undirrituð af höfundi.
Einnig fylgir texti um söguna bakvið myndina frá höfundi.
INNRÖMMUN
- Myndin er afhent í 2 sm þykkum blindramma.
- Ef þess er óskað er hægt að panta sérstaklega flotramma utan um blindrammann í hvítu, svörtu eða viðaráferð.
PRENTUN OG HRÁEFNI
- Við notum einungis hágæða hráefni og vöndum allan frágang.
- Myndin er prentuð á besta fáanlega hráefni fyrir striga og lökkuð með Hahnemuhle lakki sem tryggir hámarks endingu.
- Prentað er á hágæða prentara og einungis notað orginal Archival Blek fyrir hámarks gæði og endingu.
AFHENDINGARTÍMI
Að jafnaði er afhendingartími fjórir til 8 virkir dagar frá pöntun.
SENDINGARKOSTNAÐUR
Sendingarkostnaður ræðst af stærð og þyngd og kemur fram í körfunni þegar gengið er frá pöntun.