Hreindýr

Hreindýr

Verð
29.000 kr
Útsöluverð
29.000 kr
Verð
Uppselt
Einingarverð
translation missing: is.general.accessibility.unit_price_separator 

Sitjandi á milli þúfna bakvið mosavaxinn klett hafði ég útsýni yfir spegilslétta tjörn. Á tjörninni voru brandendur með unga.  Brandendurnar voru sífelt að reka æðarkollur í burtu sem voguðu sér að nálgast ungana þeirra.

Þarna þar sem ég sat og var að fylgjast með þeim í morgunsólinni við tjörn skammt frá Djúpavogi gengu allt í einu tveir hreindýrstarfar upp á hól nokkra metra frá mér. Þeir hafa ekki séð grænklædda ljósmyndarann sem ætlaði sér að mynda brandendur þennan morguninn.

Sallarólegir gengu þeir framhjá og stöldruðu af og til við til að bíta. Það var eitthvað sérstaklega íslenskt við að upplifa hreindýrin þarna innan um mosalitaða klettana. Á öll er von.

UPPLAG OG UNDIRSKRIFT

Myndin er prentuð í einungis 35 eintökum +2AP. Allar stærðir meðtaldar.

Prentað er þegar pöntun liggur fyrir og hver og ein mynd númeruð og undirrituð af höfundi.

INNRÖMMUN EÐA KARTON

Hægt er að velja í pöntun um að fá myndina afhenta í vönduðu kartoni eða innrammaða í álramma með glampalausu gleri.

GLAMPALAUST GLER

Við notum eingöngu glampalaust gler í alla innrömmun. Það er ögn dýrara en gæðamunurinn er mikill. Það er ekki aftur snúið þegar búið er að kynnast glampalausu gleri.

STÆRÐIR

  • 30 x 30 cm ljósmynd í vönduðu 40 x 40 kartoni.
  • Passar í 40 x 40 ramma.
  • Ef óskað er eftir öðrum stærðum er sjálfsagt að hafa samband.

PAPPÍR OG PRENTUN

  • Við notum einungis hágæða hráefni og vöndum allan frágang.
  • Ljósmyndin er uppsett í hágæða 2,8 mm þykku sýrufríu kartoni sem passar í ramma sem er 10 cm stærri en myndin á hverja hlið. Alvöru karton.
  • Prentað er á Canon ProGraf PRO-1000 prentara og einungis notað orginal Archival Blek fyrir hámarks gæði og endingu.
  • Við prentum helst á 285 g hágæða Fine Art Portrait Rag eða 310 g Museum Heritage Fine Art pappír.
  • Pappírinn er sýrufrír sem lengir líftímann án þess að hann gulni.

AFHENDINGARTÍMI

Að jafnaði er afhendingartími fjórir til átta virkir dagar.