Skilmálar og persónuverndarstefna

Um GG Art.is

Rekstraraðilar GG Art.is eru Einar Guðmann og Gyða Henningsdóttir.

Kt. 2010663799, vsk nr. 31276.

Almennt

Skilmálar þessir gilda um kaup á ljósmyndum, verki, vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.ggart.is.

Upplýsingar um verð

24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði á þeim vörum sem bera virðisaukaskatt. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og óvart rangar myndir með vörum.

Greiðslumáti

Tekið er við greiðslum með Visa, Mastercard, Visa Electron, Maestro, Pay og með millifærslu sé þess óskað. Borgun ehf hefur umsjón með öruggri vinnslu greiðslukortaupplýsinga.

Pantanir og afhending vöru

GG Art.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir. Ástæðan getur verið innsláttarvillur, rangar upplýsingar eða varan/hráefni reynist ekki til á lager. Sömuleiðis áskiljum við okkur rétt til að hætta að bjóða upp á vörutegundir.

Pantanir eru bindandi þegar kaupandi hefur staðfest pöntun í greiðslukerfinu. Í flestum tilvikum er varan sérstaklega framleidd fyrir kaupanda.  

Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst. Í kaupferlinu velur kaupandi sér afhendingarleið. Ef kaupandi hefur valið að fá sendingu með Íslandspósti ber GG Art ekki ábyrgð á afhendingartíma sendingarinnar eftir að hún er komin í póst.

Afhending vöru og sendingarkostnaður

Í upplýsingum um vöru má finna áætlaðan afgreiðslutíma. Í flestum tilvikum er afgreiðslutími 2-10 dagar.  Flestar vörurnar á GG Art eru ekki til á lager og er því um að ræða sérstaka framleiðslu fyrir kaupanda í flestum tilvikum. Afhendingartími getur því farið eftir atvikum. Í þeim tilvikum þar sem Íslandspóstur hefur umsjón með sendingum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. GG Art.is ber ekki ábyrgð á glötuðum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni á milli þess að hún er póstlögð og fram að viðtöku kaupanada er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilaréttur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á lagervöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í upprunalegum óskemmdum umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema í tilfelli útsöluvöru eða sérstakra tilboða. Í þeim tilfellum er miðað við söluverð daginn sem henni er skilað. Vara sem framleidd er sérstaklega eftir pöntun og óskum kaupanda fellur ekki undir skilarétt. Kaupandi ber kostnað af sendingarkostnaði vegna skila.

Gallar

Sé vara gölluð er boðin ný vara í staðinn og greiðir GG Art.is sendingarkostnað eða endurgreiðir sé þess óskað. Að öðru leiti vísast til laga um skilarétt nr 48/2003. 

Fyrirvari um framsetningu

Vegna mismunandi lita á tölvuskjám og í snjalltækjum geta litir verið frábrugðnir frá raunverulegu verki. GGArt.is leggur áherslu á að reynt er eftir bestu getu að endurspegla vörur og verk eins og endanleg vara reynist. Lögð er áhersla á að lesa upplýsingar um vöruna varðandi það hvernig hún er afhent. Ljósmyndir af vörunni geta verið frábrugðnar vörunni sé það tekið fram í vörulýsingu.

Höfundaréttur og afritun

Óheimilt er að afrita efni og ljósmyndir á vefsíðunni GGArt.is.

Persónuupplýsingar og öryggisskilmálar

GG Art.is gætir trúnaðar varðandi allar upplýsingar um kaupanda sem hann hefur gefið upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar um kaupanda eru ekki afhentar þriðja aðila með þeirri undantekningu að við vinnslu greiðsluupplýsinga getur þriðji aðili - í þessu tilviki Borgun ehf mögulega tekið við upplýsingum um kaupanda í þeim tilgangi að ganga frá greiðslu fyrir vöru eða þjónustu.

Lög og varnarþing

Rísi mál vegna viðskipta á GGart.is skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands Eystra.